Skólasóknarreglur H16

Meginregla:   Nemendur eiga að mæta stundvíslega í allar kennslustundir. 

Veitt er ákveðið svigrúm frá þessari meginreglu sem hér segir:
Heildarskólasókn nemenda má ekki vera undir 90%.
Skólasókn í hverjum einstökum áfanga má ekki vera undir 85%.

Leyfi frá skólasókn getur skólameistari og aðstoðarskólameistari gefið ef sérstakar ástæður liggja að baki.  Öðrum er ekki heimilt að veita leyfi frá mætingu, hvorki til lengri eða skemmri tíma.

Viðverumerkingar í kennslustundum:
M = sjálfgefinn viðverukóði, nemandinn er í tímanum.
F = fjarvist úr 60 mínútna tíma. Gefur 1 fjarvistastig.
G = fjarvist úr 40 mínútna tíma. Gefur 0,67 fjarvistastig.

ATH. Komi nemandi of seint í kennslustund, þ.e. eftir að kennari er búinn að lesa upp og kennsla er hafin, telst nemandinn fjarverandi þá kennslustund.

Frádráttarliðir fjarvista:
V = veikindi
L = leyfi
A = töfluárekstur

Það svigrúm sem nemendur hafa skv. skólasóknarreglum geta þeir nýtt, t.d. ef þeir þurfa nauðsynlega að bregða sér frá. 

Reglur um tilkynningu og skráningu veikinda við FSH

1. Tilkynningar um veikindi skulu berast til skólaritara á milli kl 8 og 9 þann morgun sem nemandinn er veikur. Tilkynningar, sem berast á öðrum tíma, eru ekki teknar til greina.
2. Veikindi nemenda sem ekki hafa náð 18 ára aldri skulu tilkynnt af forráðamanni.
3. Verði nemendur uppvísir að því að misnota rétt sinn til fjarvista vegna veikinda skal breyta veikindaforföllum í fjarvist.
4. Skólanum er heimilt að krefjast læknisvottorða vegna langtíma veikinda.  Langveikum nemendum er bent á að hafa samband við stjórnendur skólans í upphafi annar.

Nemendum skal gefin einkunn í prósentum fyrir skólasókn. Skólasókn er ekki metin til eininga.

Viðurlög: 
Nái nemandi ekki tilskilinni skólasókn í einum áfanga (þ.e. 85%) er litið svo á að hann hafi þar með sagt sig úr þeim áfanga.  Fær hann þá skráða einkunnina H (hættur) fyrir áfangann í námsferil sinn.  Fari nemandi niður fyrir leyfilegt lágmark í heildarskólasókn (þ.e. 90%) er litið á það sem úrsögn úr skólanum.  Nemendur sem hafa sagt sig úr einstökum áföngum eða skóla vegna fjarvista hafa ekki leyfi til þess að þreyta próf í lok annar.

Meðferð mála: 
Ef útreikningar á fjarvistum benda til þess að nemandi segi sig frá skóla með sama áframhaldi skal senda honum áminningarbréf eða foreldrum/forráðamönnum ef nemandi er yngri en 18 ára.  Segi nemandi sig úr skóla vegna brota á skólasóknarreglum ber að senda honum skriflega tilkynningu þess efnis og einnig foreldrum/forráðamönnum ef nemandinn er undir 18 ára aldri.  Nemandinn hefur tímabundinn andmælarétt sem miðast við þrjá virka daga.  Skólameistara er heimilt að gera við nemendur viðverusamning með öðrum skilyrðum en almennar skólasóknarreglur kveða á um.  Á það t.d. við um nemendur yngri en 18 ára og nemendur á framhaldsskólabraut.  Að auki getur nemandi sótt um undanþágu frá skólasóknarreglum til skólaráðs.  Ekki er haldið fjarvistabókhald í Innu fyrir nemendur á starfsbraut.

Undanþágur frá íþróttaáföngum.
Nemendum, sem hafa lokið tveimur íþróttaáföngum, er heimilt að stunda íþróttir utan stundatöflu í samráði við íþróttakennara.  Þessir nemendur geta fengið aðra líkamsrækt, s.s. sund og þjálfun á líkamsræktarstöð, metna til eininga að því gefnu að þeir stundi líkamsrækt í a.m.k. 80 mínútur á viku á yfirstandandi önn.  Þó getur með þessu móti aldrei verið um meira en eina einingu að ræða á hverri námsönn.

ATH:  Ætlast er til að nemendur fylgist sjálfir með fjarvistum sínum í Innu.

Ef nemandi er ósáttur við fjölda skráðra fjarvista í áfanga skal hann strax hafa samband við viðkomandi kennara.

Nemendum er eindregið ráðlagt að halda sitt eigið fjarvistabókhald!

P-nám og frjáls mæting