Innuupplýsingar V15

Aðgangur nemenda að skólakerfinu Innu
 
Aðgangur nemenda að Innu er virkjaður þegar þeir hafa greitt skólagjöld.  Slóðin er http://www.inna.is/Nemendur. Notandanafn er kennitala nemenda.  Lykilorð er Íslykill sem sótt er um á http://www.island.is.  Lykilorðið er sent í pósti eða í heimabanka.  Þegar farið er inn í Innu kemur stundataflan upp.  Upplýsingar um námsferil, einkunnir, fjarvistir o.fl. fá nemendur með því að smella á nafnið sitt fyrir ofan stundatöfluna.  Hægt er að prenta út stundatöflu, námsferil o.fl. úr Innu.
 Athugið að til að komast inn á Innu þurfið þið aðgang að tölvukerfi skólans.  Hann fáið þið hjá Aðalgeiri Sævari kerfisstjóra.  Hann verður við kl. 10-12 á mánudögum, 10-11:30 á þriðjudögum og kl. 10-11 á fimmtudögum í skrifstofu gegnt myndmenntastofu í kjallara.

Vinsamlega athugið hvort persónuupplýsingar í Innu eru réttar og breytið þeim ef við á, t.d. heimilisfangi ef aðsetur er annað en lögheimili og símanúmeri, ef það hefur breyst.

Hér má finna upplýsingar um Innu

 

Um húsnæði skólans