Húsnæði V15

Húsnæði skólans
Í kennaraálmu eru skrifstofur skólameistara, aðstoðarskólameistara, námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðings, kennarastofa og vinnuherbergi kennara. Vinnuherbergi Gunnars Baldurssonar er þó við hliðina á stofu 9. Skrifstofa skólans er framan við kennaraálmu og þar hafa ritari og fjármálastjóri aðsetur. Umsjónarmaður húsnæðis hefur aðstöðu í herbergi gegnt skrifstofu. Nemendur eru beðnir að virða viðtalstíma kennara.  Notfærið ykkur pósthólf  þeirra sem eru í kennaraálmu gegnt skrifstofu aðstoðarskólameistara.  Þau er sérstaklega ætluð fyrir nemendur sem þurfa að koma skilaboðum til kennara eða skila verkefnum. Bókasafn er á efri hæð skólans fyrir ofan aðalinngang nemenda.   Aðstaða nemenda, t.d. matar- og setustofa, er í kjallara í aðalkennsluálmu.

Kennslustofurnar
Stofur 1, 2, 3, 4 og 5 eru á efri hæð í aðalkennsluálmu, 1, 2 og 3 nær anddyri.
Stofur 6, 7, 8 og 9 (raungreinastofa) eru á jarðhæð í kennsluálmu, stofa 6 næst anddyri en stofa 9 fjærst.  Stofa 6 verður lítið notuð fyrir kennslu í vetur og er ásamt bókasafni hentug þeim sem vilja ljúka heimanámi í skólanum.
Stofur 11 (kvikmyndastofa) og 12  (myndmenntastofa) eru í kjallara kennaraálmu.
Stofa 10 er fyrir ofan nemendainngang, við hliðina á bókasafninu, og verður eingöngu ætluð nemendum á starfsbraut í vetur.
Stofa ÍÞ er í íþróttahúsi
Stofa 1 er tölvustofa.  Stofan er opin nemendum þegar engin kennsla fer þar fram.  Þá hafa nemendur tækifæri til vinna þar verkefni sem tengjast skólanum. Forsenda þess að hægt sé að hafa stofuna opna er að allir nemendur gangi vel um og hlíti öllum þeim umgengnisreglum sem settar eru.  Við stofuna er auglýsing um opnunartíma og umgengnisreglur.

Athygli er vakin á því að innangengt er milli nemendaaðstöðu í kjallara og stofa 11 og 12.  Nemendur eru vinsamlegast beðnir um að nota þessa leið í stað þess að fara gegnum kennaraálmuna.

 

Skólasóknarreglur