Húslestur 16.2.2015

3. tbl. 25. árgangur mánudaginn 16. febrúar 2015. Ritstj. og ábm. Herdís Þ. Sigurðardóttir

Efni:

1. Önnur fjarvistatalning annarinnar. Viðmið er 96% mæting. Þeir sem eru undir viðmiðinu fá sent bréf frá skólanum eða forráðamenn þeirra hafi þeir ekki náð 18 ára aldri.
Mætingarreglur FSH

2. Vali fyrir haustönn 2015 lýkur 16. mars nk. Umsjónartími vegna valsins verður miðvikudaginn 11. mars en þá munu umsjónarkennarar leiðbeina þeim sem þurfa aðstoð. Leiðbeiningar um val í Innu er að finna hér.
Ath. að þeir sem ekki skila vali í Innu verða ekki með í stundatöflugerð fyrir haustönn 2015. Þannig gildir valið sem umsókn um skólavist.
Hægt er að gera námsáætlun í Innu til og með vorönn 2016.  Þar sem námskrárbreytingar standa fyrir dyrum er ekki hægt að velja áfanga lengra fram í tímann eins og er en það stendur til bóta.
Umsjónarkennarar geta kallað á einstaka nemendur eða hóp nemenda í viðtalstíma vegna vals, þ.m.t. á fundartíma kl. 15:20 á miðvikudögum.
Upplýsingar um námsbrautir skólans
Kjörsviðsreglur stúdentsbrauta
Undanfarareglur áfanga.
Athugið vel að það að áfangi sé í boði þýðir ekki endilega að hann verði kenndur. Eftir því sem fleiri velja áfanga aukast líkurnar á að hann verði kenndur.
Drög að valframboði má finna hér en hægt er að gera athugasemdir við valframboð til 23. febrúar.

3. Drög að próftöflu vorannar 2015. Athugasemdir berist aðstoðarskólameistara í síðasta lagi 10. apríl.

4. Brautaskipti: Nemendur, sem vilja skipta um braut, t.d. af almennri braut yfir á stúdentsbraut, þurfa að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.