Umsjón V14

Umsjónarkennarar:

Námsráðgjafi er talsmaður nemenda og kallar nemendur í viðtal þegar þurfa þykir.  Að öðru leyti eru umsjónarkennarar sem hér segir:

Auður Jónasdóttir                 Nemendur á starfsbraut.
Gunnar Baldursson               Nemendur fæddir 1996 og 1997 á náttúrufræðibraut.
Gunnar Árnason                   Nemendur fæddir 1996 og 1997 á félagsfræðibraut.
Ingólfur Freysson                 Nemendur fæddir 1996 og 1997 á almennri braut.
Björgvin R. Leifsson             Eldri nemendur.

Umsjón
Umsjónarkennarar eru m.a. nemendum til aðstoðar með val og námsáætlun.
Drög að valframboði fyrir haustönn 2014 munu liggja fyrir um mánaðamótin janúar/febrúar og geta nemendur sent aðstoðarskólameistara tölvupóst á herdis@fsh.is með ábendingum um hvaða áfanga þarf að kenna á næstu önn. Þetta þýðir að vinna við námsáætlun og val fyrir næstu önn hefst snemma á önninni og eru áætlaðar nokkrar vikur í þessa vinnu.  Hægt er að búa til námsáætlun í skólakerfinu Innu til og með vorönn 2015.  Vali fyrir haustönn 2014 verður að ljúka í síðasta lagi um miðjan mars.  Ætlast er til að nemendur búi til námsáætlun og velji í Innu undir leiðsögn umsjónarkennara.  Umsjónartími vegna aðstoðar við val fyrir þá sem það vilja verður auglýstur síðar.
Athugið að skólanámsskrá er á heimasíðu skólans.  Þar eru m.a. upplýsingar um alla áfanga og brautir skólans, námsmat, fjarvistakerfið o.fl.

 

 

Inna og Innuaðgangur