Frjáls mæting og P-nám V14

Þeir nemendur sem óska eftir p-námi eða frjálsri mætingu verða að sækja um það skriflega og gera grein fyrir ástæðu umsóknar. Umsóknareyðublöðin fáið þið hjá aðstoðarskólameistara. Umsóknum skal skilað til aðstoðarskólameistara í síðasta lagi föstudaginn 10. janúar. Ákvörðun um það hverjir fá p-heimildir eða frjálsa mætingu verður kunngerð eins fljótt og auðið er.


Hverjir geta sótt um frjálsa mætingu?
1. Þeir nemendur sem náð hafa 21 árs aldri og/eða búa við þær aðstæður að þeir telji sig ekki geta mætt í alla tíma, án þess þó að það komi niður á náminu.
2. Nemendur sem eru 18-20 ára og skrá sig í að hámarki 10 einingar á viðkomandi önn.


Hvað fylgir því að fá frjálsa mætingu?
Nemendur með frjálsa mætingu bera sjálfir ábyrgð á eigin námi og þurfa að kynna sér gaumgæfilega hvaða skyldur fylgja því.


Hverjir geta sótt um P-nám?
P-heimild getur komið til álita ef um útskriftarmál er að ræða. Enn fremur eru sumir áfangar skólans í eðli sínu p-áfangar, sem byggja á einstaklingsverkefnum, t.d. í íslensku, erlendum tungumálum, raungreinum og sögu.


Allir sem sækja um P-nám skulu koma í viðtal hjá aðstoðarskólameistara í síðasta lagi föstudaginn 10. janúar.

Nemendum er bent á að kynna sér upplýsingar um P-nám og frjálsa mætingu í Skólanámskrá

 

Töflubreytingar