Aðrar upplýsingar V14

Bókakaup
Bókalisti vorannar 2014 er á heimasíðu FSH.
Nemendur eru hvattir til að skipta eldri bókum sín á milli hér í skólanum.

Skyndihjálp
Áfanginn SKY101 verður kenndur í námskeiðsformi. Gert er ráð fyrir að námskeiðið verði haldið í mars. Tímasetning verður nánar auglýst síðar og verða nemendur sem skráðir eru í áfangann látnir vita með fyrirvara.

Bókasafn FSH er fyrir ofan aðalinngang skólans við hliðina á stofu 10. Þar er m.a. lesaðstaða og aðgangur að tölvum, prentara og ljósritunarvél, en einnig geta nemendur unnið þar með sínar eigin fartölvur. Opnunartími bókasafns er frá kl. 8 alla virka daga og á meðan kennsla stendur yfir í skólanum.

Skápar innan við anddyri.  Nemendur geta leigt sér skáp við anddyri hjá umsjónarmönnum húsnæðis.  Leigan er kr. 3.000,- á skólaári (tvær annir).  Þar af verða kr. 2.000,- endurgreiddar í lok skólaárs gegn afhendingu lykils.

Meðferð matvæla
 Öll neysla matar og drykkjar er bönnuð í kennslustofum skólans.

Kennslukerfið Moodle
Slóðin er kennsluvefur.is, enn fremur er hlekkur á Moodle á fsh.is.
Notendanafn og lykilorð er það sama og á Innu.  Hafið samband við ritara ef þið komist ekki inn.  Kennarar tilkynna nemendum um gögn, sem þeir setja inn á Moodle.  Samskipti við fjarnemendur fara að mestu fram gegnum Moodle.

Netaðgangur nemenda
 Nýnemar fá netaðgang hjá Aðalgeiri Sævari Óskarssyni kerfisstjóra (sjá viðverutíma á forsíðu Húslesturs).  Komist einhver ekki inn á netkerfi skólans skal hafa samband við kerfisstjóra.  Ath. til að nota Innuaðgang verða nemendur að hafa netaðgang!
 Verði nemendur uppvísir að misnotkun á tölvukerfi skólans verður aðgangurinn tekinn af þeim.
 Opnunartímar stofu 1 eru þegar hún er ekki í notkun skv. töflu (sjá auglýsingu við stofudyrnar).  Kennarar með hópa hafa þó forgang á opnunartímum fram yfir aðra.

Nýnemar þurfa að breyta lykilorði sínu þegar þeir tengjast í fyrsta skipti. Vertu viss um að velja öruggt lykilorð sem þú gleymir ekki. Óöruggt lykilorð er til dæmis: Hluti úr nafni þínu, fæðingardag, kennitölu, fæðingardegi nærstaddra og annað sem augljóslega er hægt að tengja við þig
Ef þú gleymir lykilorði þínu hafðu samband við kerfisstjóra.

Heimasvæði þitt er undir “H:” drifi og kvóti verður 50Mb. Vistið gögn ykkar í möppuna “My Documents” eða beint inn á H: drif.

Athugið!
Þegar þú yfirgefur tölvu skalt þú ávallt aftengjast með því að ýta á “Start” hnapp og velja “Log off notandi”.
Tölvustofan er oft mjög umsetin og ekki er leyfilegt að “skreppa” í burtu frá tölvu nema í mjög stuttan tíma. Ef þú kemur að tölvu þar sem enginn situr en einhver er augljóslega tengdur skalt þú gefa viðkomandi nægan tíma til að koma til baka frá salerni (c.a. 2-3 mínútur), vista síðan það sem unnið er með, aftengja viðkomandi og nota tölvuna!

 

Herdís Þ. Sigurðardóttir, aðstoðarskólameistari, herdis@fsh.is