Umsjón H14

Umsjónarkennarar:

Námsráðgjafi er talsmaður nemenda og kallar nemendur í viðtal þegar þurfa þykir.  Að öðru leyti eru umsjónarkennarar sem hér segir:

Auður Jónasdóttir                  Starfsbraut.
Rakel Dögg Hafliðadóttir       Framhaldsbraut.
Ingólfur Freysson                  Nemendur á almennri braut. Viðtalstímar auglýsitir síðar.
Gunnar Árnason                    Nemendur á félagsfræðibraut fæddir 1997 og 1998. Viðtalstímar auglýstir     
                                             síðar.
Gunnar Baldursson                Nemendur á náttúrufræðibraut fæddir 1997 og 1998. Viðtalstímar auglýstir
                                             síðar.
Björgvin R. Leifsson               Aðrir nemendur. Viðtalstímar kl. 9:05-10:05 á þriðjudögum.

Umsjón
Einu föstu umsjónartimarnir eru í upphafi annar fyrir nemendur fædda 1997 og 1998 auk annarra nýnema og endurinnritaðra.  Að öðru leyti eru umsjónarkennarar nemendum til aðstoðar með val og námsáætlun.
Drög að valframboði fyrir næstu önn munu liggja fyrir í þriðju viku september og geta nemendur sent aðstoðarskólameistara tölvupóst á herdis@fsh.is með ábendingum um hvaða áfanga þarf að kenna á næstu önn. Þetta þýðir að vinna við námsáætlun og val fyrir næstu önn hefst snemma á önninni og eru áætlaðar 3-4 vikur í þessa vinnu.  Hægt er að búa til námsáætlun í skólakerfinu Innu til og með vorönn 2015.  Vali fyrir vorönn 2015 verður að ljúka í síðasta lagi í vikunni fyrir haustfrí.  Ætlast er til að nemendur búi til námsáætlun og velji í Innu undir leiðsögn umsjónarkennara.  Umsjónartími vegna aðstoðar við val fyrir þá sem það vilja verður auglýstur síðar.
Athugið að skólanámsskrá er á heimasíðu skólans.  Þar eru m.a. upplýsingar um alla áfanga og brautir skólans, námsmat, fjarvistakerfið o.fl.

Þeir sem hyggja á útskrift við skólaslit vorið 2015 eru beðnir að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.

 

Inna og Innuaðgangur