Nemendafélag FSH

Aðrar upplýsingar fyrir haustönn 2014

Bókakaup
Bókalisti haustannar 2014.
Nemendur eru hvattir til að skipta eldri bókum sín á milli hér í skólanum.

Skyndihjálparnámskeið, SKY101, verður haldið sem hér segir:
Mán. 22. september og þriðjudag 23. september kl. 17:00-20:00
Mánudag 29. september og þriðjudag 30. september kl. 17:00-20:00
Þeir nemendur sem vilja skrá sig á námskeiðið skulu snúa sér til aðstoðarskólameistara sem allra fyrst!

Bókasafn FSH er fyrir ofan aðalinngang skólans við hliðina á stofu 10. Þar er m.a. lesaðstaða og aðgangur að tölvum, prentara og ljósritunarvél, en einnig geta nemendur unnið þar með sínar eigin fartölvur. Nýnemar koma í kynningu á bókasafnið með kennara í lífsleikniáfanganum. Opnunartími bókasafns er frá kl. 8 alla virka daga og á meðan kennsla stendur yfir í skólanum. Viðvera bókasafnsfræðings verður auglýst síðar.

Skápar innan við anddyri.  Nemendur geta leigt sér skáp við anddyri hjá ritara.  Leigan er kr. 3.000,- á skólaári (tvær annir).  Þar af verða kr. 2.000,- endurgreiddar í lok skólaárs gegn afhendingu lykils.

Meðferð matvæla
 Öll neysla matar og drykkjar er bönnuð í kennslustofum skólans.

Netaðgangur nemenda
 Sú breyting hefur verið gerð að nemendur fá ekki lengur afhent skólanetföng heldur nota þeir eingöngu eigin netföng. Þeir nemendur sem þurfa aðstoð við að stofna netföng geta leitað til Aðalgeirs Sævars Óskarssonar adalgeir.oskarsson@advania.is

Heimasvæði þitt er undir “H:” drifi og kvóti verður 50Mb. Vistið gögn ykkar í möppuna “My Documents” eða beint inn á H: drif.

Verði nemendur uppvísir að misnotkun á tölvukerfi skólans verður aðgangurinn tekinn af þeim.
 Opnunartímar stofu 1 eru þegar hún er ekki í notkun skv. töflu (sjá auglýsingu við stofudyrnar).  Kennarar með hópa hafa þó forgang á opnunartímum fram yfir aðra.

Athugaðu!
Þegar þú yfirgefur tölvu skalt þú ávallt aftengjast með því að ýta á “Start” hnapp og velja “Log off notandi”.
Tölvustofan er oft mjög umsetin og ekki er leyfilegt að skreppa í burtu frá tölvu nema í mjög stuttan tíma. Ef þú kemur að tölvu þar sem enginn situr en einhver er augljóslega tengdur skalt þú gefa viðkomandi svigrúm til að koma til baka (c.a. 2-3 mínútur), vista síðan það sem unnið er með, aftengja viðkomandi og nota tölvuna:)

 Herdís Þ. Sigurðardóttir, aðstoðarskólameistari, herdis@fsh.is