Húslestur 22.8.2014

6. tbl. 24. árg. Föstudagur 22. ágúst 2014. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Herdís Þ. Sigurðardóttir

Velkomin til starfa á nýju skólaári!

Húslestur hefur ýmsar upplýsingar að geyma. Lesið hann vandlega og haldið honum til haga. Lesið einnig vel kaflana um áfangakerfið og reglur skólans í skólanámsskrá á vef skólans. Enn fremur eru flestar brautalýsingar á vef skólans.  Þá er oft ýmsar upplýsingar og tilkynningar að finna á tilkynningatöflu við nemendainngang.

Skólasetning verður kl. 15:00 föstudaginn 22. ágúst. Umsjónartími verður strax eftir skólasetningu þar sem umsjónarkennarar fara yfir hagnýt atriði með nemendum. Kennsla hefst mánudaginn 25. ágúst skv. stundatöflu. Varðandi dagskrá annarinnar má nefna að próf verða frá 8. til 18. desember og önninni lýkur með prófsýningu þann 19. desember.

Starfsfólk skólans
Skólameistari:  Dóra Ármannsdóttir. Viðtalstímar eftir samkomulagi.
Aðstoðarskólameistari: Herdís Þ. Sigurðardóttir. Viðtalstímar eftir samkomulagi.
Námsráðgjafi:  Rakel Dögg Hafliðadóttir. Viðtalstímar: mán. 8:30-16:00 og þri. 8:00-12:30.
Skólahjúkrunarfræðingur:  Brynhildur Gísladóttir.  Viðtalstímar auglýstir síðar.
Fjármálastjóri:  Svava Björg Kristjánsdóttir.
Ritari: Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir.
Bókavörður: Elín S. Kristjánsdóttir.  Opnunartími bókasafns verður auglýstur síðar.
Umsjónarmaður húsnæðis: Guðrún Reynisdóttir.
Umsjónarmaður tölvukerfis: Aðalgeir Sævar Sigurgeirsson. Almennur viðverutími á mánud. og þriðjud. kl. 10-12.  Ath. Aðalgeir verður þó við kl. 9-12 í stofu 1 (tölvustofu) mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. ágúst.

 

Kennarar á haustönn 2014

Auður Jónasdóttir                   Starfsbraut.
Ásta Svavarsdóttir                  Íslenska; listir, menning og vísindi.
Björgvin R. Leifsson                Efnafræði; líffræði; náttúrufræði.
Gunnar Árnason                     Félagsfræði; listir, menning og vísindi; matur og menning; námstækni og
                                              hvatning; sálfræði.
Gunnar Baldursson                 Eðlisfræði; efnafræði; jarðfræði.
Halla Rún Tryggvadóttir:         Danska.
Herdís Þ. Sigurðardóttir          Íslenska.
Ingólfur Freysson                   Félagsfræði; íþróttir; lífsleikni; smiðja, skyndihjálp.
Knútur Arnar Hilmarsson        Stærðfræði.
Rakel Dögg Hafliðadóttir:        Stærðfræði; námstækni og hvatning.
Sigurður Narfi Rúnarsson        Starfsbraut.
Smári Sigurðsson                    Enska; þýska.
Valdimar Stefánsson               Landafræði; saga; stærðfræði.

Allir kennarar hafa viðtalstíma og verða þeir auglýstir síðar á töflu á nemendagangi

Umsjónarkennarar og umsjónartímar