Nemendafélag FSH

Fréttir

08. maí 2017

Nám fyrir starfsmenn á hvalaskoðunarbát

Á næsta skólaári mun fara í gang nám í FSH fyrir leiðbeinendur á hvalaskoðunarskipum á Skjálfanda.  Um er að ræða tvo fimm eininga áfanga á öðru hæfniþrepi sem unnir eru í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtæki á svæðinu, Hvalasafnið á Húsavík og Þekkingarnet Þingeyinga.

26. apríl 2017

Fundur um geðrækt

Miðvikudaginn 3. maí kl. 20 munu nemendur í sálfræði í FSH ásamt kennaranum sínum, Gunnari Árnasyni, halda fræðsluerindi um geðrækt og eflingu geðheilsu ungmenna. Fundurinn verður í sal FSH og er öllum opinn.

07. apríl 2017

Páskafrí

Páskaleyfi hefst að lokinni kennslu í dag, föstudaginn 7. apríl. Skólinn hefst aftur miðvikudaginn 19. apríl samkvæmt stundaskrá. Gleðilega páska.

05. apríl 2017

Kvenfélag Húsavíkur færir FSH gjöf

Kvenfélag Húsavíkur hefur fært FSH rúmlega 100.000 kr. að gjöf. Gjöfin er veitt úr sjóði Þórunnar Hafstein sem hún stofnaði til styrktar börnum og ungmennum á svæðinu. Hulda Jónsdóttir formaður Kvenfélagsins afhenti gjöfina í afmælishátíðinni á föstudag.

31. mars 2017

FSH 30 ára

1. apríl 1987 var undirritaður stofnsamningur FSH og skólinn því orðinn 30 ára. Af því tilefni gerðu nemendur og starfsmenn sér glaðan dag, léku sér í Höllinni, borðuðu pizzur og sungu saman á Fosshóteli.

27. mars 2017

Skólafundur um geðheilsu í skólum

Á fimmtudaginn var haldinn skólafundur undir yfirskriftinni Geðheilsa í skólum. Nemendur FSH auk nemenda 10. bekkjar í Borgarhólsskóla sátu fundinn sem Aðalbjörn Jóhannsson, formaður Ungmennaráðs UMFÍ, leiddi ásamt útskriftarnemendum af félags- og hugvísindabraut.

27. febrúar 2017

Fardagar

Kæru nemendur! Nemendum FSH stendur til boða að taka þátt í fardögum á bilinu 6.-10. mars. Fardagar er samstarfsverkefni aðildarskóla Fjarmenntaskólans og geta nemendur skólanna tekið þátt í smiðjum hver hjá öðrum og fengið einingu fyrir.

20. febrúar 2017

Nýr starfsmaður

Arna Ýr Arnarsdóttir nýr skóla og fjármálafulltrúi, hóf störf hjá okkur í FSH í dag 20. febrúar 2017.Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.

17. janúar 2017

Nemendur sigra Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International

Í morgun veitti Íslandsdeild Amnesty International FSH mannréttindaviðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í bréfamaraþoni samtakanna í þágu virðingar og verndar mannréttinda. Hér má sjá stjórn NEF ásamt fulltrúum Amnestysamtakanna með viðurkenninguna fyrir 1. sætið í ,,Bréf til bjargar lífi".

02. janúar 2017

Upphaf vorannar 2017

Kæru nemendur. Skóli hefst kl. 8:15 miðvikudaginn 4. janúar með umsjónarfundi. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 9:20. Töflubreytingar verða í boði hjá aðstoðarskólameistara frá 9:20-11:45 á miðvikudaginn og 8:15-11:45 dagana 5.-10. janúar.

29. desember 2016

Vorönn 2017 hefst 4. janúar

Vorönn 2017 hefst miðvikudaginn 4. janúar á því að allir nemendur mæta í umsjónartíma kl. 8:15 Nemendur á félags- og hugvísindabraut (aðrir en útskriftarnemar): Rakel Dögg Hafliðadóttir, stofa 7 Nemendur á náttúruvísindabraut (aðrir en útskriftarnemar): Gunnar Baldursson, stofa 9 Nemendur á almennri braut: Ingólfur Freysson, stofa 5 Útskriftarnemar og nemendur á ótilgreindri braut: Herdís Þ.

22. desember 2016

Jólafrí (1)

Skrifstofa FSH verður lokuð 23.-28. desember. Starfsfólk sendir núverandi og fyrrverandi nemendum skólans, fjölskyldum þeirra og öllum hollvinum  hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf og von um að nýja árið færi ykkur öllum gæfu og gleði.

19. desember 2016

Laust starf fjármálastjóra og skólafulltrúa FSH

Starf fjármálastjóra og skólafulltrúa við Framhaldsskólann á Húsavík er laust til umsóknar. Um er að ræða 90% starf. Áætlað er að viðkomandi hefji störf fyrir 1. mars 2017. Góð bókhalds- og tölvukunnátta er nauðsynleg ásamt góðri kunnáttu á Excel og notkun helstu forrita.

12. desember 2016

Matarmiðar hækka um 3% frá 1. janúar 2017

Sveitarstjórn Norðurþing staðfesti á fundi sínum þann 22. nóvember hækkun gjaldskrár mötuneytis Borgarhólsskóla um 3%. Verð á máltíð verður því 864 kr. í stað 839 kr. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2017.

08. desember 2016

Skólameistari á vorönn

Jóney Jónsdóttir hefur játað beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytis um að sinna starfi skólameistara áfram á vorönn. Staðan mun verða auglýst í vetur og nýr skólameistari því væntanlega taka til starfa í sumar.

01. nóvember 2016

Leikfélag FSH sýnir Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt!

Leikfélag FSH, Piramus og Þispa, sýnir leikritið Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! nú í nóvember. Leikritið er eftir Davíð Þór Jónsson og leikstjóri er Jóhann Kristinn Gunnarsson. Miðapantanir eru í síma 464-1129. Ekki missa af þessu! Frumsýning er á föstudaginn kl.