Nemendafélag FSH

Fréttir

17. janúar 2017

Nemendur sigra Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International

Í morgun veitti Íslandsdeild Amnesty International FSH mannréttindaviðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í bréfamaraþoni samtakanna í þágu virðingar og verndar mannréttinda. Hér má sjá stjórn NEF ásamt fulltrúum Amnestysamtakanna með viðurkenninguna fyrir 1. sætið í ,,Bréf til bjargar lífi".

02. janúar 2017

Upphaf vorannar 2017

Kæru nemendur. Skóli hefst kl. 8:15 miðvikudaginn 4. janúar með umsjónarfundi. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 9:20. Töflubreytingar verða í boði hjá aðstoðarskólameistara frá 9:20-11:45 á miðvikudaginn og 8:15-11:45 dagana 5.-10. janúar.

29. desember 2016

Vorönn 2017 hefst 4. janúar

Vorönn 2017 hefst miðvikudaginn 4. janúar á því að allir nemendur mæta í umsjónartíma kl. 8:15 Nemendur á félags- og hugvísindabraut (aðrir en útskriftarnemar): Rakel Dögg Hafliðadóttir, stofa 7 Nemendur á náttúruvísindabraut (aðrir en útskriftarnemar): Gunnar Baldursson, stofa 9 Nemendur á almennri braut: Ingólfur Freysson, stofa 5 Útskriftarnemar og nemendur á ótilgreindri braut: Herdís Þ.

22. desember 2016

Jólafrí (1)

Skrifstofa FSH verður lokuð 23.-28. desember. Starfsfólk sendir núverandi og fyrrverandi nemendum skólans, fjölskyldum þeirra og öllum hollvinum  hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf og von um að nýja árið færi ykkur öllum gæfu og gleði.

19. desember 2016

Laust starf fjármálastjóra og skólafulltrúa FSH

Starf fjármálastjóra og skólafulltrúa við Framhaldsskólann á Húsavík er laust til umsóknar. Um er að ræða 90% starf. Áætlað er að viðkomandi hefji störf fyrir 1. mars 2017. Góð bókhalds- og tölvukunnátta er nauðsynleg ásamt góðri kunnáttu á Excel og notkun helstu forrita.

12. desember 2016

Matarmiðar hækka um 3% frá 1. janúar 2017

Sveitarstjórn Norðurþing staðfesti á fundi sínum þann 22. nóvember hækkun gjaldskrár mötuneytis Borgarhólsskóla um 3%. Verð á máltíð verður því 864 kr. í stað 839 kr. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2017.

08. desember 2016

Skólameistari á vorönn

Jóney Jónsdóttir hefur játað beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytis um að sinna starfi skólameistara áfram á vorönn. Staðan mun verða auglýst í vetur og nýr skólameistari því væntanlega taka til starfa í sumar.

01. nóvember 2016

Leikfélag FSH sýnir Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt!

Leikfélag FSH, Piramus og Þispa, sýnir leikritið Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! nú í nóvember. Leikritið er eftir Davíð Þór Jónsson og leikstjóri er Jóhann Kristinn Gunnarsson. Miðapantanir eru í síma 464-1129. Ekki missa af þessu! Frumsýning er á föstudaginn kl.

20. október 2016

Breyting á Innu

Kæru nemendur og aðstandendur!Á föstudaginn í næstu viku, 28. október, verður gamla námsvef Innu lokað. Eftir það mun einungis nýja Inna verða sýnileg nemendum og aðstandendum þeirra.

17. október 2016

Opinn framboðsfundur

Stjórnmálafræðinemar FSH hafa umsjón með og skipuleggja opinn framboðsfund sem haldinn verður í sal Borgarhólsskóla fimmtudaginn 20. október kl. 20. Þar munu stjórnmálaflokkar í kjördæminu kynna áherslur sínar fyrir komandi kosningar.

07. október 2016

Virðið aðgengi neyðarbíla

Nemendur og foreldrar eru vinsamlega beðnir að leggja hvorki né stöðva bíla sína við hlið bílastæðis fyrir fatlaða. Þar er aðkoma fyrir neyðarbíla og mikilvægt að þeir eigi alltaf greiðan aðgang að aðalinngangi hússins.

20. september 2016

Haustlitagönguferð

Heilsuráð FSH hefur skipulagt haustlitagönguferð á fimmtudaginn 22. september. Nemendur og starfsfólk ætla að ganga hér í nágrenninu, taka haustlitamyndir, borða gott nesti og skemmta sér saman. Farið verður af stað úr tíma sem hefst kl.

14. september 2016

Aðalfundur foreldrafélags FSH - áhugaverður fyrirlestur

Aðalfundur foreldrafélags Framhaldsskólans á Húsavík verður haldinn í skólanum fimmtudaginn 22. september kl. 20 Dagskrá: Kynning á foreldrafélaginu Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir flytur fræðsluerindið Saman í sorg og von.

12. september 2016

Fundur með foreldrum nýnema

Klukkan 20 í kvöld verður fundur með foreldrum nýnema í FSH. Þar verður stutt kynning á skólastarfinu og kostur gefst á að rölta um húsnæðið og spjalla við stjórnendur, félagsmála- og forvarnafulltrúa, umsjónarkennara og aðra foreldra.

26. ágúst 2016

Fjarnám

Hægt er að stunda fjarnám í öllum áföngum - enn er opið fyrir skráningu. Nánari upplýsingar má sjá á http://www.fsh.is/namid/fjarnam eða hjá Herdísi Sigurðardóttur aðstoðarskólameistara í netfanginu herdis@fsh.