02. desember 2004
Fullveldissamkoma
Skólarnir á Húsavík efndu til fullveldissamkomu í Íþróttahöllinni . Húsfyllir var og auk nemenda og kennara mátti sjá fjölda annarra bæjarbúa. Þar komu fram nemendur úr öllum skólunum og fluttu ljóð og laust mál, tónlist og sungu af hjartans lyst.