Nemendafélag FSH

Fréttir

23. ágúst 2005

Starfsdagar í FSH

Á starfsdögum 22. og 23. ágúst hefur starfsfólk FSH setið á tveimur gagnlegum námskeiðum. Á mánudaginn var námskeið fyrir kennara um lesblindu. Fyrirlesari var Elín Vilhelmsdóttir kennari í FÁ.

23. maí 2005

Útskrift 2005

Laugardaginn 21. maí var skólanum slitið í 18. skiptið. Athöfnin fór fram í Húsavíkurkirkju að viðstöddu fjölmenni. Útskrifaðir voru 19 stúdentar, 1 nemandi af viðskiptabraut, 2 af almennri braut og 7 af almennri braut - endurmenntun.

20. maí 2005

Síðasti umsjónartími annarinnar

Í gær var síðasti umsjónartími annarinnar. Skólinn vill vekja athygli á góðum námsárangri meðal nemenda sem ekki eru að útskrifast og því eru verðlaunaðir einn eða tveir af hverju námsári.

29. apríl 2005

Dimission í FSH

Í dag er síðasti kennsludagur vorannar í FSH og gera dimittendur (útskriftarnemar) sér dagamun af því tilefni. Dagurinn var tekinn snemma og um kl. 04 fór að heyrast lúðraþytur og trumbusláttur út um allan bæ þegar þau heimsóttu kennara sína til að kveðja þá eftir fjögurra ára samstarf í skólanum.

27. apríl 2005

Vinnufundur Leonardo verkefnis á Húsavík

Hingað til Húsavíkur kom á laugardag átta manna hópur fólks frá Slóveníu. Ítalíu, Litháen og Hollandi en þessi lönd eru í samstarfi við Framhaldsskólann á Húsavík, Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga um þróunarverkefni sem ber enska heitið “Social Return”.

22. apríl 2005

Veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu

Á miðvikudaginn fyrir síðasta umsjónartíma,  kallaði skólameistari nemendur saman til að heiðra nokkra sem höfðu mætt sérstaklega vel á önninni. Þeir sem voru með 99-100 prósent mætingu fengu geisladisk frá skólanum í verðlaun.

18. apríl 2005

Söngkeppni framhaldsskólanna

Á laugardagskvöldið var hin árlega söngkeppni framhaldsskólanna haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri í beinni útsendingu í Sjónvarpi og á Rás 2. Nemendur úr FSH fjölmenntu til Akureyrar um helgina til að styðja sinn keppanda sem var Ína Valgerður Pétursdóttir.

15. apríl 2005

Nemendur Borgarhólsskóla í heimsókn

Í morgun komu nemendur 10. bekkjar Borgarhólsskóla í heimsókn til að kynna sér skólastarfið í FSH. Stjórnendur skólans fræddu þau um námsframboðið, áfangakerfið sérstakar áherslur skólans og þjónustuna sem nemendum er boðin.

11. apríl 2005

Stuttmyndakeppni starfsbrauta

Föstudaginn 8. apríl fór fram hin árlega stuttmyndakeppni framhaldsskólanna. Keppnin fór að þessu sinni fram í FG og buðu þeir upp á veglegan málsverð, stuttmyndakeppni og dansleik á eftir. Tíu skólar tóku þátt í keppninni og voru um 160 manns á kvöldinu.

11. apríl 2005

Viðhorfskönnun meðal foreldra

Fyrirhuguð er viðhorfskönnun á meðal foreldra/forráðamanna nemenda undir átján ára aldri við Framhaldsskólann á Húsavík. Könnun fer fram hér á síðunni til vinstri og verður hún opin 11.- 18. apríl. Foreldrar/forráðamenn nemenda hafa fengið aðgangsorð í pósti sem þarf að nota við framkvæmd könnunarinnar.

01. apríl 2005

Bókaútgefendur í heimsókn

Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri  Iðnú bókaútgáfu heimsótti skólann í dag og með honum í för var Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík og stjórnarformaður Iðnú. Þeir komu til að hitta kennara og stjórnendur í spjalli á kennarastofunni og fá að heyra álit okkar á starfsemi Iðnú og fá ábendingar um áherslur, hvort vöntun væri á kennsluefni í einhverjum greinum/áföngum og brýnustu verkefni í næstu framtíð.

11. mars 2005

Héraðsprestur kynnir hjálparstarf

Séra Gylfi Jónsson héraðsprestur Þingeyinga heimsótti FSH 8. mars sl. og kynnti hjálparstarf kirkjunnar fyrir nemendum skólans. Hann kom víða við í fróðlegu erindi og eftir sitja upplýsingar hans um að hve miklu gagni tiltölulega lágar upphæðir geta orðið í fátækum þróunarlöndum.

08. mars 2005

Árshátið NEF

Árshátíð FSH var haldin á Hótel Húsavík s.l. föstudagskvöld. Þetta var vel heppnað kvöld þar sem Jón Gnarr sá um veislustjórnina. Dagskráin var fjölbreytt en hefðbundin atriði voru þarna eins og kosning "Herra og ungfrú árshátíðar".

04. mars 2005

Söngvakeppni FSH

Í gærkveldi fór fram söngvakeppni FSH sem er forkeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Óvenju margir þátttakendur voru í keppninni að þessu sinni og áhorfendur voru margir. Atriðin voru öll mjög góð og var erfitt fyrir dómnefnd að velja á milli keppenda.

02. mars 2005

Ræðukeppni á Dillidögum

Nú er lokið árvissri ræðukeppni á milli nemenda og kennara á Dillidögum. Umræðuefnið var, hvort banna ætti reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Í liði kennara voru Björgvin Leifsson og Bára Bryndís Sigmarsdóttir og mæltu þau gegn banni við reykingum, meðan lið nemenda þeir Andri Valur Ívarsson og Heiðar Kristjánsson mæltu með banni við reykingum.

22. febrúar 2005

Nemendafyrirtæki í FSH

Nemendur í atvinnufræði eru að vinna að verkefni sem felst í því að stofna og reka nemendafyrirtæki. Þau hafa stofnað fyrirtæki sem starfar við bílaþvott. Fyrirtækið er með aðstöðu í skemmu SAH. Þeir sem vilja fá þvott geta haft samband við Rafnar í síma 866-8902 eða Sveinbjörn í síma 846-0513. Hægt er að skoða heimasíðu fyrirtækisins á slóðinni http://www.