Nemendafélag FSH

Fréttir

22. febrúar 2006

Dillidagar í FSH (1)

Í gær hófust dillidagar í FSH. Þá er formlegri kennslu hætt kl. 12:25 og nemendur læra eitthvað sem ekki er kennt í hefðbundnum áföngum. Þessa dagana eru starfræktar ýmsar smiðjur sem nemendur skrá sig í.

16. febrúar 2006

Kynning á Háskólanum í Reykjavík

Í gær fengum við góða gesti frá Háskólanum í Reykjavík til að kynna skólann. Þetta voru Sólrún Dröfn Björnsdóttir, deildarfulltrúi tækni- og verkfræðideildar og Ómar Özcan sem er á 3. ári í viðskiptafræði.

13. febrúar 2006

Starfsendurhæfing Norðurlands stofnuð í FSH

9. febrúar s.l. var haldinn stofnfundur sjálfseignarstofnunarinnar Starfsendurhæfing Norðurlands í FSH. Stofnendur eru: Akureyrarbær, Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Framhaldsskólinn á Húsavík, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,KEA, Lífeyrissjóður Norðurlands, Símenntunarstöð, Eyjafjarðar og Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra.

13. febrúar 2006

Nemendur úr Lundarskóla

Á föstudaginn í síðustu viku komu nemendur úr Lundarskóla í Öxarfirði í heimsókn. Alls komu 33 nemendur úr 8.-10. bekk. Gunnar Baldursson, Arnfríður Aðalsteinsdóttir og Björgvin Leifsson kynntu skólann og námsmöguleikana.

09. febrúar 2006

Forvarnarfræðsla

Á þriðjudaginn kom Magnús Stefánsson hingað á vegum Marita á Íslandi. Hann var með fínan fyrirlestur um forvarnir gegn fíkiefnum og sýndi nemendum myndina “Hættu áður en þú byrjar”. Þetta er áhrifarík mynd um unglinga og fullorðna sem hafa lent í fíkniefnum eða "krumlunni" eins og Magnús talaði um.

01. febrúar 2006

Sungið í FSH

Sú nýjung hefur verið tekin upp í skólanum að nemendur og starfsfólk hittast í löngufrímínútunum á miðvikudögum og syngja saman nokkur lög. Þetta hefur tekist vel til, lífgað upp á andann og vakið upp gleði og hlátur.

11. janúar 2006

Allt komið í fullan gang á ný !

Nú er vorönnin hafin og allt skólastarfið komið í fullan gang. Árni húsvörður er hér á sínum stað og hefur auga með því sem er að gerast og stjórnar umferðinni um skólann. Nemendur eru, eins og oft áður, heldur færri en á haustönninni en  fjöldi kennara sá sami.

20. desember 2005

Annarlok í FSH

Í dag lauk haustönninni með síðasta umsjónartíma og prófsýningu. Fimm nemendur luku stúdentsprófi og munu útskrifast formlega með félögum sínum í vor. Þessir nemendur eru: Guðrún Einarsdóttir, Karl Hannes Sigurðsson, Grétar Björnsson, Heiðar Halldórsson og Alma Lilja Ævarsdóttir en hana vantar á myndina.

15. desember 2005

Ína Valgerður áfram í Idolinu !

Eins og við erum flest búin að frétta þá komst Ína Valgerður okkar áfram í Idolinu á föstudaginn. Fjölmennt var á Fosshótel Húsavík þetta kvöld og var mikill fögnuður, þegar í ljós kom að Ína Valgerður hefði fengið næst flest atkvæði.

06. desember 2005

Dálkurinn kominn út !

Nú er komið út fréttablað starfsbrautar FSH sem nefnist Dálkurinn. Það er glæsilegt 10 síðna litprentað blað. Nemendur á starfsbraut hafa verið að vinna að blaðinu í vetur sem hluta af íslenskunámi sínu.

01. desember 2005

1. desember haldinn hátíðlegur í skólunum

Í tilefni af 1. des. komu nemendur og kennarar hér í skólanum saman í löngufrímínútunum í morgun og æfðu ættjarðarlög. Eftir hádegið kl. 13:00 komu nemendur allrar skólanna á Húsavík saman í íþróttahöllinni og héldu upp á daginn með upplestri og söng.

01. desember 2005

Hópverkefni í lífsleikni

Nemendur í áfanganum lífsleikni hafa unnið mörg fjölbreytt verkefni á þessari haustönn.  Eitt af síðustu verkefnum sem nemendur gerðu var að semja kynningarbæklinga um ýmsilegt sem tengist  Húsavík.

25. nóvember 2005

Heimsókn til skrifstofu verkalýðsfélaganna

Nemendur í félagsfræði 103 ásamt Arnfríði Aðalsteinsdóttur kennara sínum brugðu sér af bæ í dag og heimsóttu skrifstofu stéttarfélaganna. Tilgangurinn var að fræðast um helstu hagsmunasamtök á íslenskum vinnumarkaði og hvaða hlutverki þau gegna.

23. nóvember 2005

Til Noregs í æfingabúðir

Einn af nemendum okkar, Stefán Jón Sigurgeirsson er mikill skíðamaður og er nú að fara í 4ra vikna æfingabúðir til  Geilo í Noregi. Hann fer þangað með úrvalshópi  unglinga á aldrinum 15-18 ára frá Skíðafélagi Akureyrar en þjálfari þeirra er Fjalar Úlfarsson.

15. nóvember 2005

Dagur íslenskrar tungu

Miðvikudaginn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Það er fæðingar dagur Jónasar Hallgrímssonar. Hér í framhaldsskólanum er dagsins minnst eins og í fleiri skólum. Nemendur í íslensku munu eftir löngufrímínútur lesa úr verkum Jónasar á göngum skólans.

02. nóvember 2005

Miðannarmat nýjung í FSH

Á þessu skólaári er tekin upp sú nýbreytni við FSH að allir nemendur fá svokallað miðannarmat. Það er gefið í heilum tölum eins og aðrar einkunnir skólans. Tilgangur miðannarmats er að auka enn þjónustu við nemendur og aðstandendur þeirra og gefa þeim upplýsingar um stöðu nemandans í hverri námsgrein eftir að námsönn er hálfnuð.

26. október 2005

Kvennafrídagurinn

Þrátt fyrir haustfríi í skólanum á mánudaginn þá tóku stúlkur frá FSH þátt í hátíðarhöldum í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975. Farið var í göngu um bæinn og síðan haldinn fundur í verkalýðssalnum.

19. október 2005

Söngvakeppni starfsbrauta framhaldsskóla

Fimmtudaginn 27. okt n.k. munu nemendur starfsbrautar FSH taka þátt í söngkeppni starfsbrauta framhaldsskólanna 2005. Jóna og Matti munu keppa fyrir hönd skólans og ætla þau að syngja lagið Eitt lag enn sem Stjórnin gerði svo vinsælt hér um árið.