Nemendafélag FSH

Fréttir

09. október 2006

Gullverðlaun á Special Olympics

Dagana 30. september til 5. október voru haldnir í Róm á Ítalíu Special Olympics. Þar keppti nemandi okkar, Vilberg Lindi Sigmundsson í Boccia.  Hann gerði sér lítið fyrir og vann  tvenn gullverðlaun, annarsvegar í tvíliðaleik og hinsvegar í liðakeppni auk þess sem hann var í 5. sæti í einstaklingskeppni.

06. október 2006

Umhverfisdagur í FSH (1)

Í vikunni var einn dagur í skólanum helgaður umhverfismálum. Nýráðinn sveitarstjóri okkar Bergur Elías Ágústsson var fús til að flytja fyrirlestur að þessu sinni en hann hefur verið mikill áhugamaður um umhverfismál.

04. október 2006

AFS skiptinemar í FSH (1)

Nú á haustönninni dvelja hjá okkur 2 AFS skiptinemar. Að þessu sinni eru það tvær stúlkur, Liselotte Vantrappen frá Belgíu og Rahel Silvana Ziegler frá Sviss. Lisalotte býr hjá Soffíu Sverrisdóttur og Jóhanni Gestssyni en Rahel hjá Soffíu Steinarsdóttur.

02. október 2006

Haustþing og ráðstefna

Á föstudaginn var haldið árlegt haustþing framhaldsskólakennara á Norðurlandi. Að þessu sinni var það haldið á Akureyri og því slegið saman við ráðstefnu sem Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Akureyrarbær og Símey stóðu fyrir og nefndist "Það er leikur að læra" .

17. september 2006

Efnafræðitími hjá Gunna Bald

Gunnar Baldursson hefur kennt efnafræði í skólanum svo lengi sem elstu nemendur muna. Í verklegum tíma hjá honum í síðustu viku voru nemendur í EFN203 að títra. Títrun er ein aðferð til að magngreina sýni, þ.

14. september 2006

Síðasti busadagurinn 2006

Það teygðist töluvert á busadögum því skipuleggjendur vildu fá alvöru góðviðrisdag til að enda vígsluna og hann kom 12. sept. Nýnemar skemmtu eldri nemum og starfsliði skólans með miklum tilþrifum í risafótbolta og fleiri útileikjum og að lokum buðu Heimabakarí, Norðlenska og Norðurmjólk öllum í pylsugrill og mjólkursopa.

07. september 2006

Ný stjórn NEF

Ný stjórn nemendafélagsins er tekin til starfa. Hana skipa Aldey Traustadóttir formaður, Ingvar Björn Guðlaugsson gjaldkeri, Þórveig Traustadóttir ritari, Halla Marín Hafþórsdóttir og Erna Jóna Jakobsdóttir eru meðstjórnendur.

05. september 2006

Kennsla hafin á umönnunarbrautunum

Nú er hafin kennsla á umönnunarbrautum og eru flestir nemendurnir starfandi með náminu og geta þá, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fengið hluta af námi brautarinnar metið en þurfa að skila ákveðnum einingafjölda í kjarna og sérgreinum.

01. september 2006

Nýnemavikan

Í þessari viku hafa útskriftarnemar tekið vel á móti nýnemunum eða busunum eins og þeir eru kallaðir í skólanum. Þeir hafa skemmt þeim og öðrum með allskonar uppátækjum. Vel hefur tekist til og munu busarnir síðan verða endanlega boðnir velkomnir með smá gamani og  grillveislu á þriðjudaginn ef veður leyfir.

01. september 2006

Starfsdagar á haustönn

Á starfsdögum skólans í síðustu viku var sú nýbreytni að farið var í óvissuferð með allt starfsfólkið. Fyrst var farið í rútu upp í Mývatnssveit í náttúruskoðun. Þar var jarðfræðingurinn okkar, Gunnar Baldursson,  með fræðslustund um jarðfræði og síðan fræddi líffræðingurinn, Björgvin Leifsson, okkur um lífríkið í Mývatni.

24. ágúst 2006

Framhaldsskólinn settur í 20. sinn

Framhaldsskólinn á Húsavík var settur í dag. Skólameistari lagði í ræðu sinni áherslu á að starfsfólk skólans gegndi mikilvægu þjónustuhlutverki við nemendur og þeir ættu að gera miklar kröfur til þess.

21. júní 2006

160 nemendur í FSH

Nú er innritun lokið fyrir næsta skólaár og hafa 40 nýnemar úr 10 bekk fengið skólavist í FSH. Aðrir nýnemar og endurinnritaðir eru 35 og alls verða þá 160 nemendur í skólanum á næstu haustönn. Það er rúmlega 10% fjölgun frá fyrra ári en þá voru nemendurnir 143.  Af nýnemunum 40 sem koma úr 10 bekk eru 4 frá Öxarfjarðarskóla og það veit á gott um samstarfið innan nýja sameinaða sveitarfélagsins, Norðurþings.

22. maí 2006

Skólaslitin

Á laugardaginn kvaddi góður hópur nemenda Framhaldsskólann við hátíðlega athöfn í kirkjunni. Af þessum hópi voru 19 nemendur skólans að útskrifast með stúdentsprófi. Þá lauk einn nemandi námi af almennri braut, þrír nemendur brautskráðust af almennri braut – endurmenntunnar, þrír af starfsbraut og fimm af sjúkraliðabraut, tveir þeirra luku einnig viðbótarnámi til stúdentsprófs.

15. maí 2006

Nýjar námsbrautir við FSH

Í haust verður hafin kennsla á námsbrautum fyrir skólaliða, stuðningsfulltrúa í grunnskólum og leiðbeinendur í leikskólum. Kennslan verður miðuð við þá sem ætla sér að stunda námið með vinnu og hafa reynslu í þessum störfum.

25. apríl 2006

Söngdívur FSH heiðraðar

Á föstudag kallaði skólameistari á sal til að heiðra tvo af nemendum skólans. Önnur þeirra er Ína Valgerður Pétursdóttir sem lenti í öðru sæti í Idol stjörnuleit og hefur glatt okkur með afburða frammistöðu sinni í allan vetur.

03. apríl 2006

Elín að fara í leyfi

Okkar ástkæri bókasafnsvörður Elín Kristjánsdóttir er að fara í árs leyfi frá störfum hér í skólanum. Hún hefur starfað hér frá haustinu 1994 og fannst kominn tími til breyta aðeins til. Næsta árið mun hún hafa umsjón með Héraðsbókasafni Þingeyinga á meðan Eyrún Tryggvadóttir er í fæðingarorlofi.

02. apríl 2006

Loksins er kominn snjór og skíðafæri

Loksins kom snjór svo það var hægt að opna skíðalyftuna í Melnum. Mikið líf var hér í kringum skólann í síðustu viku þegar lyftan var komin í gang og brekkan full af fólki á skíðum og brettum. Einnig var útbúin gönguskíðabraut hér á lóðinni sunnan við skólann.

16. mars 2006

Jarðfræðiferð í fjöruna

Vinsælasti kennari ársins 2006 fór með krakkana aftur á ísöld. Í gær var mikil veðurblíða á Húsavík og hiti 12° C. Gunnar Blaldursson jarðfræðikennari fór því með nemendur í Nát113 niður að höfn til að skoða jökulberg frá ísöld.

09. mars 2006

Hákon Hrafn varði doktorsritgerð

Hákon Hrafn Sigurðsson fyrrverandi nemandi FSH, varði doktorsritgerð sína, Ocular drug delivery and mucoadhesive polymers, frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands þann 1. mars sl.  Ritgerðin fjallaði um lyfjagjöf í auga og slímhimnuviðloðandi fjölliður.

27. febrúar 2006

Bolla, bolla.....

Í dag er bolludagurinn og í tilefni dagsins selja útskriftarnemar bollur í sjoppunni. Kennarar jafnt sem nemendur njóta dagsins og gæða sér á bollum.