Nemendafélag FSH

Fréttir

02. febrúar 2007

Góð skólasókn á haustönn 2006

Skólasókn nemenda FSH á haustönn var 95% að meðaltali. Markmið skólans er að vera ofan við 95% svo það náðist að þessu sinni sem er vel. Besta skólasókn síðustu fimm ára var 95,8% á vorönn 2002 en lökust varð hún 93% á vorönn 2005. Þessar tölur sýna að nemendum er vel treystandi fyrir 10% fjarvistakvóta og að þau nýti hann af skynsemi.

01. febrúar 2007

Alþjóðlegur netöryggisdagur 6. febrúar

Alþjóðlegi netöryggisdaginn er nú haldinn í fjórða sinn. Í ár taka um 40 lönd um allan heim þátt í deginum. SAFT sem er vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun og hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á þessum degi.

23. janúar 2007

Nemandi FSH stendur sig vel í frjálsum íþróttum

Einn af nemendum okkar er frjálsíþróttakonan Berglind Ósk Kristjánsdóttir. Hún keppti fyrir HSÞ í Reykjavíkurleikunum um helgina. Þátttakendur á Reykjavíkurleikunum eru ekki bara íslenskir heldur koma frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

16. janúar 2007

Nemendum fjölgar í FSH

Þó núna sé kalt úti, þá er veður fallegt eins og sjá má á myndunum. Kennarar og nemendur þurfa að hafa mikið fyrir því að skafa af bílunum sínum sem hefur þó ekki orðið til þess að þeir fari gangandi í skólann.

08. janúar 2007

FSH í Gettu betur

Nú í upphafi annar hefst spurningarkeppni framhaldsskólanna. Nemendur FSH taka þátt í keppninni eins og áður. Þeir eiga að keppa í fyrri umferð útvarpshluta spurningakeppninnar við Borgarholtsskóla. Í liði FSH eru nýnemarnir; Hilmar Henning Heimisson, Valtýr Berg Guðmundsson og Veigar Pálsson.

20. desember 2006

Annarlok í FSH (1)

Í dag lauk haustönninni með síðasta umsjónartíma og prófsýningu. Átta nemendur luku stúdentsprófi og munu útskrifast formlega með félögum sínum í vor. Þessir nemendur eru: Erling Þorgrímsson, Heiður Sif Heiðarsdóttir, Halldór Jón Gíslason, Rannveig Júlíusdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson, Kiddý Hörn Ásgeirsóttir, Ester Arnardóttir og Páll Ernisson.

01. desember 2006

Fullveldishátíð skólanna 2006

Skólarnir á Húsavík héldu að venju sameiginlega upp á fullveldisdaginn. Hátíðarhöldin fóru fram í Íþróttahöllinni. Skólafólk á öllum aldri fyllti höllina og sá hver skóli um að koma með eitt eða eða fleiri atriði.

27. nóvember 2006

Þingeyingar keppa

Föstudaginn 24. nóvember var spurningakeppni grunnskólanna í Þingeyjarsýslu haldin í fyrsta sinn. Framhaldsskólinn á Húsavík bauð til keppninnar og höfðu nemendur hans veg og vanda af henni með dyggri aðstoð kennara síns, Valdimars Stefánssonar.

24. nóvember 2006

Stefán Jón á skíðum

Margir nemendur FSH hafa verið góðir íþróttamenn og staðið sig vel á landsvísu og jafnvel víðar. Núverandi nemandi okkar Stefán Jón Sigurgeirsson er mikill skíðamaður og var um daginn í 10 daga á Mölltaler jökli í Austurríki við æfingar með Fis-liði SKÍ sem er b-landslið.

06. nóvember 2006

Heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna

Síðast liðinn föstudag fóru nemendur í félagsfræði 103 í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna til að hlýða á fyrirlestur um málefni stéttarfélaga. Það er að verða fastur liður að nemendur heimsæki skrifstofuna og fræðist um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði.

03. nóvember 2006

Danskur sendikennari í FSH

Þann 24. oktober kom til starfa við skólann danskur sendikennari Jette Philipsen fra Fanø.  Danska menntamálaráðuneytið hefur boðið  þessa aðstoð við dönskukennslu í nokkur ár og greiðir laun og ferðir kennarans.

27. október 2006

10. bekkur Borgarhólsskóla í heimsókn

Miðvikudaginn 18. október komu nemendur 10. bekkjar Borgarhólsskóla í heimsókn ásamt Helenu Eydísi Ingólfsdóttur námsráðgjafa og kennurum sínum þeim Guðmundi Friðgeirssyni og Jóhanni Kristni Gunnarssyni.

26. október 2006

Miðannarmat

Nú er búið að birta í Innu svokallað miðannarmat. Þar er nemendum gefin einkunn  í heilum tölum í hverri námsgrein fyrir sig. Miðannarmatið er eingöngu hugsað sem vísbending um stöðuna, hvatning til þeirra sem standa sig vel og ábending til þeirra sem þurfa að bæta sig.

19. október 2006

Nemendur á sveitarstjórnarfundi í Norðurþingi

Þriðjudaginn 17. október fóru nemendur í félagsfræði 303 á sveitarstjórnarfund ásamt kennara sínum Arnfríði Aðalsteinsdóttur. Heimsóknin er hluti af náminu í félagsfræði 303 en meginmarkmið áfangans er einmitt að gera nemendur hæfari til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.

17. október 2006

"Það eru forréttindi að lifa með fötlun"

Í gær heimsótti Freyja Haraldsdóttir FSH og flutti fyrirlestur á sal sem nefndist: “ Það eru forréttindi að lifa með fötlun”. Freyja er 20 ára og mikið líkamlega fötluð. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í desember 2005 eftir þriggja og hálfs árs nám og varð skóladúx.

09. október 2006

Gullverðlaun á Special Olympics

Dagana 30. september til 5. október voru haldnir í Róm á Ítalíu Special Olympics. Þar keppti nemandi okkar, Vilberg Lindi Sigmundsson í Boccia.  Hann gerði sér lítið fyrir og vann  tvenn gullverðlaun, annarsvegar í tvíliðaleik og hinsvegar í liðakeppni auk þess sem hann var í 5. sæti í einstaklingskeppni.

06. október 2006

Umhverfisdagur í FSH (1)

Í vikunni var einn dagur í skólanum helgaður umhverfismálum. Nýráðinn sveitarstjóri okkar Bergur Elías Ágústsson var fús til að flytja fyrirlestur að þessu sinni en hann hefur verið mikill áhugamaður um umhverfismál.

04. október 2006

AFS skiptinemar í FSH (1)

Nú á haustönninni dvelja hjá okkur 2 AFS skiptinemar. Að þessu sinni eru það tvær stúlkur, Liselotte Vantrappen frá Belgíu og Rahel Silvana Ziegler frá Sviss. Lisalotte býr hjá Soffíu Sverrisdóttur og Jóhanni Gestssyni en Rahel hjá Soffíu Steinarsdóttur.

02. október 2006

Haustþing og ráðstefna

Á föstudaginn var haldið árlegt haustþing framhaldsskólakennara á Norðurlandi. Að þessu sinni var það haldið á Akureyri og því slegið saman við ráðstefnu sem Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Akureyrarbær og Símey stóðu fyrir og nefndist "Það er leikur að læra" .

17. september 2006

Efnafræðitími hjá Gunna Bald

Gunnar Baldursson hefur kennt efnafræði í skólanum svo lengi sem elstu nemendur muna. Í verklegum tíma hjá honum í síðustu viku voru nemendur í EFN203 að títra. Títrun er ein aðferð til að magngreina sýni, þ.