Nemendafélag FSH

3.3.2020

Framhaldsskólinn á Húsavík kynnir vegna COVID-19

Eins og kunnugt er orðið hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis lýst yfir hættustigi almannavarna vegna COVID-19 veirunnar. Í kjölfarið voru gefnar út leiðbeiningar fyrir skóla um varnir gegn sýklum sem finna má HÉR.

Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Húsavík eru hvattir til þess að kynna sér upplýsingar á vef landlæknis um COVID-19.

Handþvottur og almennt hreinlæti eru mikilvægasta vörnin gegn smiti. Á vef landlæknis segir eftirfarandi um handþvott;

Handþvottur er mikilvægasta sýkingavörnin sem hægt er að viðhafa því snerting, bein og óbein, er lang algengasta smitleið sýkla milli manna.  Með höndunum snertum við allt umhverfi okkar og með þeim komast sýklar inn í slímhúð í munni, nefi, augum og kynfærum og geta valdið sýkingu.

Með því að smella á hlekkinn HÉRNA má sjá myndbönd frá sóttvarnarlækni varðandi sýkingavarnir og handþvott.