Nemendafélag FSH

9.3.2020

COVID-19 Nýjustu fréttir

Samkvæmt ákvörðun almannavarna og landlæknis hefur verið lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19.

Að því tilefni vill skólinn taka fram að fundur var haldinn með skólameisturum og Menntamálaráðuneyti nú í dag. Þar kom fram að ekki er fyrirsjáanleg lokun í framhaldsskólum landsins að svo stöddu. Komi til lokunar munu allir nemendur, forráðamenn og starfsmenn skólans fá upplýsingar um það í tölvupósti eða SMS skilaboðum auk þess sem að tilkynning verður sett á heimasíðu skólans.

Framhaldsskólinn á Húsavík veitir allar upplýsingar í síma 464-1344 og á lokunartíma skólans í síma 771-2767 (Arna).