Nemendafélag FSH

13.3.2020

Áríðandi tilkynning!

Kæru nemendur.

Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda hefur framhaldsskólum landsins verið lokað í fjórar vikur vegna COVID-19.

Það þýðir að það er ekki skóli frá og með mánudaginum 16.03.2020 og húsnæði skólans verður lokað fyrir nemendum. Gert er ráð fyrir að regluleg kennsla hefjist aftur miðvikudaginn 15.04.2020.

Þið eruð því komin í fjarnám frá og með deginum í dag og verðið næstu fjórar vikur.

Kennarar munu hafa samband við ykkur í gegnum kennsluvefinn og tölvupóst. Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans.

Á morgun, laugardaginn 14.03.2020 verður húsnæði skólans opið nemendum til þess að nálgast námsgögn og persónulegar eigur á milli klukkan 13:00 – 15:00

Gangi ykkur vel.
Skólastjórnendur og kennarar Framhaldsskólans á Húsavík.