Nemendafélag FSH

5.11.2019

Píramus og Þispa sýna Helgin framundan

Leikfélag FSH, Píramus og Þispa frumsýndi á dögunum leikritið Helgin framundan í Samkomuhúsinu á Húsavík. 

Jóhann Kristinn Gunnarsson leikstýrir verkinu sem hann samdi fyrir 16 árum með Kristjáni Þór Magnússyni. Hugmyndin var að gera forvarnarverkefni sem átti að vera skemmtilegt og fyndið.

Guðni Bragason sá um að útsetja tónlistina fyrir verkið og Hörður Þór Benónýsson og Jóhann Kristinn Gunnarsson sáu um að íslenska textana.

Jóhann Kristinn Gunnarsson leikstjóri hafði þetta að segja um uppsetninguna ,, Þó uppsetningin og leikhópurinn hafi verið stórkostlegur árið 2004 (þegar verkið var sýnt síðast) þá held ég svei mér þá að við séum að toppa þetta núna. Leikarar eru að fara á kostum og sagan vellur ljóslifandi út í salinn í Gamla Samkomuhúsinu okkar.‘‘

Leikritið verður sýnt sex sinnum.

Laugardaginn 2. nóvember – 16:00
Sunnudagur 3. nóvember – 16:00
Miðvikudagur 6. nóvember – 20:00
Fimmtudagur 7. nóvember – 20:00
Föstudaginn 8. nóvember – 20:00
Sunnudagur 10. nóvember – 17:00   

Miðaverð:
1000kr inn fyrir grunnskólanemendur og yngri.
2500kr fyrir framhaldsskólanemendur og eldri.
Hægt verður að panta miða tveimur tímum fyrir sýningu í síma 464-1129.

Sjoppa er á staðnum í boði útskriftarnema FSH.

Athugið að enginn posi er á staðnum.
       

Það er um að gera að tryggja sér miða í tæka tíð áður en það verður uppselt!