Nemendafélag FSH

29.5.2019

Útskrift 2019 - Myndaveisla

Laugardaginn 25. maí sl. voru 17 nemendur útskrifaðir frá Framhaldsskólanum á Húsavík, 15 stúdentar, 1 af almennri braut og 1 af starfsbraut. Nýstúdentar sáu um tónlistaratriðin og fluttu Harpa Ólafsdóttir og Viktor Freyr Aðalsteinsson þrjú lög við frábærar undirtektir. Hátíðarræður fluttu Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari, Halldór Jón Gíslason aðstoðarskólameistari, Guðrún María Erludóttir og Karólína Hildur Hauksdóttir nýstúdentar, Snædís Birna Björnsdóttir fyrir hönd 10 ára stúdenta og Ásbjörn Kristinsson fyrir hönd 25 ára stúdenta.

22 fyrirtæki og samtök komu að því að veita nemendum gjafir fyrir góðan námsárangur og félagsstörf. Davíð Atli Gunnarsson útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi, 9,38. Fyrir það hlaut hann bókagjöf frá Pennanum og gjafabréf frá Þekkingarneti Þingeyinga.

Að athöfn lokinni var gestum boðið í kaffisamsæti á kennarastofu Framhaldsskólans á Húsavík.

Starfsfólk Framhaldsskólans á Húsavík óskar útskriftarnemum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann.

Halldóra Kristín Bjarnadóttir ljósmyndari tók eftirfarandi myndir af athöfninni.


Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari flutti ræðu


Halldór Jón Gíslason aðstoðarskólameistari flutti ræðu


Ásbjörn Kristinsson flutti ræðu fyrir hönd 25 ára stúdenta


Snædís Birna Björnsdóttir flutti ræðu fyrir hönd 10 ára stúdenta


Starfsfólk skólans skemmti sér konunglega


Guðrún María Erludóttir og Karólína Hildur Hauksdóttir fluttu ræðu nýstúdenta


Harpa Ólafsdóttir og Viktor Freyr Aðalsteinsson sáu um tónlistaratriðin


Skólameistari og aðstoðarskólameistari með útskriftarnemum


Arnhildur Ingvarsdóttir með verðlaunin sín


Davíð Atli Gunnarsson útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi þetta árið