Nemendafélag FSH

25.2.2019

Margrét Inga sigurvegari Tónkvíslar 2019

Mikið var um dýrðir á laugardagskvöldið síðasta þegar Tónkvíslin fór fram á Laugum. Alls voru 19 atriði sem tóku þátt en keppt var bæði í grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4 og því mikið lagt í að hafa keppnina sem glæsilegasta.

Í framhaldsskólakeppninni var það hún Margrét Inga Sigurðardóttir nemandi okkar í FSH sem kom sá og sigraði með laginu Piece By Piece.

Við erum ákaflega stolt af henni Margréti okkar og óskum henni innilega til hamingju með sigurinn.

(Mynd birt með góðfúslegu leyfi 641.is)