Nemendafélag FSH

16.8.2018

Nýr skólameistari við FSH

Valgerður Gunnarsdóttir hefur verið ráðin skólameistari FSH. Valgerður starfaði á árunum 1987-1999 sem kennari við FSH, áður en hún flutti sig sem skólameistari að Framhaldsskólanum á Laugum og síðan sem alþingismaður frá 2013-2017. Valgerður hefur lokið BA námi í íslensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og uppeldis- og kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri. Við bjóðum Valgerði innilega velkomna í starfsmannahópinn og óskum henni velfarnaðar í starfi á sama tíma og við þökkum Herdísi fyrir hennar framlag til skólans.