Nemendafélag FSH

11.5.2018

Opinn framboðsfundur

Húsfyllir var á opnum framboðsfundi sem haldinn var í Framhaldsskólanum á Húsavík miðvikudagskvöldið 9. maí í tengslum við komandi sveitastjórnarkosningar. Það voru nemendur í félagsfræði sem stóðu að fundinum í samvinnu við Ingólf Freysson kennara. Miklar umræður voru á fundinum og því greinilegt að áhugi á sveitastjórnarmálum í samfélaginu er mikill.