Laugardaginn 26. maí sl. var 21 stúdent útskrifaður frá Framhaldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju. Dagskrá útskriftar stýrði Ingólfur Freysson kennari. Tónlistarflutningur var bæði í höndum kennara við Tónlistarskóla Húsavíkur og nemenda FSH en kennararnir Andres Olema og Liisa Allik sáu um forspil auk þess sem þau fluttu eistneskt popplag og nemendurnir Guðrún María Guðnadóttir og nýstúdent Ágúst Þór Brynjarsson fluttu þrjú lög.
Brautskráning nemenda fer fram í Húsavíkurkirkju laugardaginn 26. maí kl. 14. Allir velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir. Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar á kennarastofu Framhaldsskólans.
Framhaldsskólinn á Húsavík vinnur um þessar mundir að uppsetningu heilsunuddbrautar í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Ráðgert er að hefja kennslu á brautinni á haustönn 2018.
HÉR má nálgast upplýsingar um brautina.
Í prófatíð verður skólinn opinn frá kl. 8:00-22:00 á virkum dögum en kl. 11:00-22:00 laugardaga og sunnudaga sem og annan í hvítasunnu. Hér er nákvæmari listi yfir opnunartíma: föstudagur 11. maí: 8-22 laugardagur 12. maí: 11-22 sunnudagur 13. maí: 11-22 mánudagur 14. maí: 8-22..
Framhaldsskólinn á Húsavík vinnur um þessar mundir að uppsetningu heilsunuddbrautar í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Ráðgert er að hefja kennslu á brautinni á haustönn 2018.
HÉR má finna upplýsingar um brautina.
Guðrún Helga Ágústsdóttir hefur verið ráðin í 30% stöðu náms- og starfsráðgjafa við Framhaldsskólann á Húsavík og Selmdís Þráinsdóttir í 25% stöðu íþróttakennara. Guðrún og Selmdís munu hefja störf í haust.
Húsfyllir var á opnum framboðsfundi sem haldinn var í Framhaldsskólanum á Húsavík miðvikudagskvöldið 9. maí í tengslum við komandi sveitastjórnarkosningar. Það voru nemendur í félagsfræði sem stóðu að fundinum í samvinnu við Ingólf Freysson kennara.
Skólinn verður opin til kl. 22 í prófatíð, frá föstudeginum 11. maí til mánudags 21. maí. Vinsamlegast athugið að flestar stofur eru notaðar sem prófstofur svo að snyrtileg umgengni er mikilvæg.
Framboðin í Norðurþingi munu kynna áherslur sínar fyrir komandi kosningar á opnum fundi í sal Framhaldsskólans á Húsavík miðvikudaginn 9.maí klukkan 20:00.
Fundarstjórn og umsjón hafa nemendur í félagsfræði við Framhaldsskólann á Húsavík.