Nemendafélag FSH

12.4.2018

Framhaldsskólinn á Laugum í heimsókn

Mánudaginn 6. apríl komu nemendur Framhaldsskólans á Laugum í heimsókn til okkar í FSH ásamt hluta starfsfólks. Farið var í paint-ball í íþróttahöllinni, spurningakeppni á sal auk þess sem boðið var upp á pylsur, bulsur og bakarísbrauð. Dagskráin endaði á því að allir dönsuðu saman kokkinn og hlöðudans. Dagurinn var virkilega vel heppnaður og færum við Lauga-fólki bestu þakkir fyrir heimsóknina.