Nemendafélag FSH

15.3.2018

Afleysing í stöðu skrifstofu- og fjármálastjóra

Arnþór Hermannsson hefur verið ráðinn í afleysingu í stöðu skrifstofu- og fjármálastjóra FSH í fæðingarorlofi Örnu Ýrar Arnarsdóttur. Arnþór mun koma til starfa um miðjan maí og gegna stöðunni fram í ágúst 2019. Arnþór útskrifast með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands í vor. Hann er fyrrverandi nemandi okkar hér í FSH en hann útskrifaðist með stúdentspróf af félagsfræðibraut árið 2013. Við hlökkum til að fá Arnþór til starfa!