Nemendafélag FSH

2.2.2018

Hafragrautur í FSH!

Loksins verður hafragrautur í boði í FSH á morgnana !
Nýjung verður í skólastarfinu frá og með mánudeginum 5. janúar: Boðið verður upp á hafragraut þrjá morgna í viku. Til að byrja með verður grauturinn á mánu-, þriðju- og fimmtudögum. Alltaf kl. 9:40-10:10 og er hann nemendum að kostnaðarlausu. Bundnar eru vonir við að bæta við fleiri dögum ef undirtektir verða góðar.
Heilsuráð skólans hvetur nemendur til að nýta sér þennan kost og ekki síst nýta sér allskonar hollustu sem bæta má útí grautinn, t.d. rúsínur, döðlur, fræ, kókos, kanil o.fl.

Allir í graut á mánudagsmorgun