Nemendafélag FSH

9.1.2018

Skólanetföng

Kæru nemendur og forráðamenn!

Búin hafa verið til sérstök skólanetföng fyrir alla nemendur skólans og hafa þau verið skráð í Innu. Framvegis munu allar tilkynningar frá skólanum verða sendar á þessi netföng. Nemendur geta áfram haft önnur netföng skráð sem einkanetföng en póstur frá skólanum fer þó ekki á þau.

Allir nemendur skólans eiga þess kost að hlaða niður Office-pakka í tölvur sínar í gegnum skólanetföngin þeim að kostnaðarlausu. Aðalgeir Sævar Óskarsson tölvuumsjónarmaður aðstoðar nemendur við þetta. Netfangið hans er Adalgeir.Oskarsson@advania.is. Aðalgeir hefur skrifstofu á kennaragangi og eru viðverutímar hans sem hér segir:

mánudagar kl. 10-12

fimmtudagar kl. 10-11:30

Nemendur geta nálgast upplýsingar um ný netföng á Innu. Aðstoðarskólameistari mun hafa samband við fjarnema með upplýsingum um þeirra netföng. Ef þarf, geta aðrir nemendur nálgast upplýsingar um sín netföng hjá Örnu Ýr ritara.

Með kærri kveðju,

Herdís Þ. Sigurðardóttir

skólameistari