Nemendafélag FSH

11.1.2018

Áfram um skólanetföng

Búin hafa verið til sérstök skólanetföng fyrir alla nemendur Framhaldsskólans á Húsavík og þau skráð í Innu. Framvegis munu allar tilkynningar frá skólanum, sem sendar eru í gegnum skólakerfið Innu, birtast á þessum netföngum. Athugið þó að ef nemandi er skráður með einkanetfang í Innu, fer tilkynningin líka á það netfang. Nemendum er bent á að skoða vandlega hvaða netföng þeir eru skráðir með í Innu.

Nemendur geta nálgast upplýsingar um netföngin sín á Innu eða hjá Örnu Ýr skrifstofustjóra. Skrifstofustjóri eða aðrir stjórnendur geta gefið upplýsingar um lykilorð.

Til að skoða póstinn er hægt að fara tvær leiðir:
1.  Með því að fara inn á https://portaloffice.com
2.  Með því að fara inn á heimasíðu FSH og smella á hlekkinn "vefpóstur" sem birtist undir flýtileiðum hægra megin á forsíðu.

Allir nemendur skólans geta hlaðið niður Office-pakka þeim að kostnaðarlausu í gegnum skólanetföngin. Aðalgeir Sævar Óskarsson tölvuumsjónarmaður getur aðstoðað nemendur við þetta. Hægt er að senda honum póst á netfangið Adalgeir.Oskarsson@advania.is. Aðalgeir er með skrifstofu á kennaragangi. Viðverutími er sem hér segir:

Mánudagar kl. 10-12.
Fimmtudagar kl. 10-11:30.