Nemendafélag FSH

4.12.2017

Opnunartími skólans í prófatíð

Reglulegir prófdagar á haustönn 2017eru 11.-19. desember.
Endurtöku- og sjúkraprófsdagur er miðvikudagur 20. desember.
Prófsýning verður haldin í sal skólans fimmtudaginn 21. desember kl. 10:00-11:00.

Nemendur geta fengið að lesa fyrir próf í skólanum og verður húsið opið kl. 8:15-22:00.

Skólanum er lokað kl. 22:00 á kvöldin í prófatíð. Eftir það má enginn vera í húsinu.

Nokkrir nemendur hafa lykla að skólanum en þeim er ekki heimilt að opna skólann fyrir öðrum nemendum. Nemendur eru vinsamlegast beðnir um að virða þetta.

Nemendum er heimilt að nýta stofur 1, 4 og 10 til próflestrar ásamt bókasafni. Próf eru haldin í stofum 2, 3, 5, 7 og 8 og eru nemendur beðnir um að nýta þær ekki til próflestrar í prófatíð.

Góð umgengni um skólann í prófatíð er forsenda þess að hægt sé að hafa skólann opinn á kvöldin. Mikilvægt er að gengið sé frá rusli í rétt ílát og þurrkað sé af borðum ef þess þarf. Jafnframt eru nemendur beðnir um að gæta þess að skilja persónulegar eigur sínar ekki eftir á göngum skólans eða inni í skólastofum.