Nemendafélag FSH

16.11.2017

Dagur íslenskrar tungu

Líkt og vanalega var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í skólanum þann 16. nóvember. Nemendur og starfsfólk kom saman á sal þar sem nýnemar í íslensku fluttu erindi um Jónas Hallgrímsson og stýrðu kosningu á fallegasta og ljótasta orðinu sem tengist skólastarfi. Fyrirfram höfðu nemendur valið nokkur orð sem hægt var að kjósa um. Skemmst er frá því að segja að tökuorðið stúdent hlaut kosningu sem fallegasta orðið tengt skólastarfi en orðið strokleður var það orð sem síst höfðaði til fegurðarskyns kjósenda.