Nemendafélag FSH

8.11.2017

Baráttudagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Af því tilefni var unnið verkefni í vinnustund þar sem nemendur voru beðnir um að skrifa niður hugleiðingar sínar varðandi nokkur efnisatriði sem tengjast einelti og eineltisumræðu. Allir nemendur skrifuðu hugleiðingar sínar niður á hvíta miða sem safnað var saman í lokaðan kassa. Eineltisteymi skólans, sem samanstendur af stjórnendum, náms- og starfsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðingi, mun svo fara yfir niðurstöðurnar og meta hvort grípa þurfi til aðgerða í kjölfarið.