Nemendafélag FSH

23.10.2017

Val fyrir næstu önn

Val á áföngum fyrir næstu önn stendur fram á miðvikudag, 25. október. Eftir það verður lokað fyrir valið og nemendur þurfa að fá aðstoð hjá aðstoðarskólameistara til að velja áfanga. Mikilvægt er að allir velji enda gildir valið sem umsókn um skólavist á næstu önn. Þeir grunnskólanemar, sem stunda nám í ensku og stærðfræði, verða aðstoðaðir við valið í kennslustundum á miðvikudag.