Nemendafélag FSH

12.10.2017

Húsfyllir á opnum framboðsfundi

Húsfyllir var á opnum framboðsfundi sem stjórnmálafræðinemar í FSH stóðu fyrir í gær, miðvikudaginn 11. október. Flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi kynntu áherslumál sín fyrir komandi alþingiskosningar. Fyrr í dag fóru svo fram skuggakosningar meðal nemenda í FSH. Kjörsókn var minni en vonir stóðu til eða um 58%. Skuggakosningar eru unnar Landssambandi íslenskra ungmennafélaga og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og verða kjörseðlar sendir þangað til talningar. Niðurstöður kosninganna verða birtar á egkys.is á kjördag þann 28. október.