10.8.2017
Nýr aðstoðarskólameistari við FSH
Halldór Jón Gíslason hefur verið ráðinn aðstoðarskólameistari í 50% stöðu skólaárið 2017-2018. Halldór hefur B.A.-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands auk M.S.-prófs í mannauðsstjórnun og diplómu í kennslufræði framhaldsskóla frá sama háskóla. Við bjóðum Halldór Jón innilega velkominn í starfsmannahópinn og óskum honum velfarnaðar í starfi.