Nemendafélag FSH

29.8.2017

Aðalfundur foreldrafélags og kynningarfundur fyrir foreldra nýnema

Aðalfundur foreldrafélags FSH verður haldinn miðvikudaginn 6. september kl. 20:00 á sal skólans. Í beinu framhaldi verður kynningarfundur fyrir foreldra nýnema. Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

Aðalfundur foreldrafélags

  1. Kynning á starfsemi foreldrafélagsins
  2. Lagabreytingar
  3. Kosning í stjórn

Allir foreldrar/forráðamenn nemenda í FSH eru hvattir til að mæta á aðalfund.

Brýnt er að foreldrar nýnema mæti á kynningarfundinn strax í kjölfarið til að kynna sér starfsemi skólans. Foreldrum/forráðamönnum eldri nemenda er velkomið að sitja kynningarfundinn enda hafa miklar breytingar orðið á stundatöflu skólans.