Nemendafélag FSH

25.7.2017

Staða aðstoðarskólameistara laus til umsóknar

Staða aðstoðarskólameistara
Tímabundin staða aðstoðarskólameistara við Framhaldsskólann á Húsavík skólaárið 2017-2018 er laus til umsóknar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur með honum við daglega stjórn skólans. Hann hefur umsjón með námsframboði skólans, námsframvindu nemenda, innritun, skólasókn, prófstjórn og útgáfu prófskírteina. Hann tekur þátt í námskrárgerð, stefnumótun og innra mati skólans og annast úrvinnslu tölfræðilegra gagna um skólastarfið. Hann ritstýrir upplýsingariti á heimasíðu skólans, situr í skólaráði og hefur þar tillögu- og atkvæðarétt, situr fundi skólanefndar og ritar þar fundargerð auk þess að vinna önnur störf sem honum eru falin og samrýmast gildandi kjarasamningum, lögum og reglugerðum.

Hæfnikröfur
Viðkomandi þarf að hafa kennsluréttindi á framhaldsskólastigi, góða tölvufærni og mikla samskipta- og skipulagshæfni. Reynsla af stjórnunarstörfum í framhaldsskóla og góð þekking á skólakerfinu Innu er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Við ráðningu skulu liggja fyrir afrit af prófskírteinum og staðfesting á kennsluréttindum.

Framhaldsskólinn á Húsavík býður upp á nám á félags- og hugvísindabraut, náttúruvísindabraut, opinni stúdentsbraut, almennri braut og starfsbraut. Skólinn er öllum opinn og leggur áherslu á að þjóna íbúum í Þingeyjarsýslum. Skólinn hefur það að leiðarljósi að vinna í samræmi við einkunnarorð sín sem eru Frumkvæði – Samvinna – Hugrekki. Lögð er áhersla á að þeir þættir sem endurspeglast í einkunnarorðunum liti allt daglegt starf skólans. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans, http://www.fhs.is

Umsóknir skulu berast á netfangið herdis@fsh.is.   Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Haldið verður eftir afriti af umsóknargögnum í samræmi við ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985.

Starfshlutfall er 50%

Um er að ræða tímabundna ráðningu skólaárið 2017-2018.

Umsóknarfrestur er til og með 08.08.2017.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Þ. Sigurðardóttir settur skólameistari frá 01.08.2017.
Netfang: herdis@fsh.is
Sími: 464-1344 eða 821-1339.