19.6.2017

Fjarnám

Framhaldsskólinn á Húsavík býður upp á fjarnám í nær öllum áföngum. Hægt er að skrá sig í fjarnám fram til 23. júní og aftur eftir að skrifstofan opnar 8. ágúst. Beiðni um skráningu í fjarnám skal senda í netfangið herdis@fsh.is. Nánari upplýsingar um fjarnám má sjá á heimasíðu skólans http://www.fsh.is/namid/fjarnam. Listi yfir áfanga sem í boði eru á haustönn 2017 er hér. Lögð er áhersla á að veita persónulega og faglega þjónustu í fjarnámi eins og öllu námi.