Nemendafélag FSH

1.6.2017

30 nemendur útskrifaðir

Á laugardaginn brautskráði Framhaldsskólinn á Húsavík 30 nemendur við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju að viðstöddu fjölmenni. Þetta var 30. brautskráning skólans. Í fyrsta sinn útskrifaði skólinn nemendur af námsbrautum samkvæmt nýrri námskrá en hluti nemenda útskrifaðist samkvæmt henni og hluti af þeirri eldri. Stúdentar voru 29. Samkvæmt eldri námskrá brautskráðust fimm af félagsfræðibraut, fjórir af náttúrufræðibraut og einn með viðbótarnám til stúdentsprófs. Samkvæmt nýrri námskrá útskrifast tíu af náttúruvísindabraut, sjö af félags- og hugvísindabraut, og tveir af opinni stúdentsbraut.  Að auki útskrifast einn nemandi af almennri braut samkvæmt nýrri námskrá. Skólinn þakkar öllum þeim fjölda fyrirtækja og stofnana sem gáfu gjafir til að afhenda nemendum í viðurkenningarskyni fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum. 

Ingólfur Freysson var kynnir. Hann bauð alla velkomna og óskaði útskriftarefnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með merkan áfanga. Jóney Jónsdóttir skólameistari hélt ræðu þar sem hún m.a. þakkaði öllum þeim fjölmörgu sem komu að skólastarfinu og sýna skólanum stuðning í verki. Einnig brýndi hún fyrir bæjarbúum að kynna ráðamönnum mikilvægi og gildi skólans fyrir samfélagið. Þá söng Margrét Inga Sigurðardóttir við undirleik Ágústs Þórs Brynjarssonar en bæði eru þau nemendur í skólanum. Að lokinni ræðum skólameistara og aðstoðarskólameistara, Herdísar Þ. Sigurðardóttur, voru nemendur brautskráðir.

Af almennri braut útskrifaðist Bjarni Dagur Vigfússon.

Af félags- og hugvísindabraut útskrifuðust Ásgeir Hilmarsson, Brynja Matthildur Brynjarsdóttir, Eva Matthildur Benediktsdóttir, Fanný Traustadóttir, Halldór Árni Þorgrímsson, Karólína Pálsdóttir, Ólafur Freyr Jónasson sem var einingakóngur FSH þetta árið.

Af félagsfræðibraut brautskráðust:  Bjarki Þór Jónasson, Gauti Freyr Guðbjartsson, Hulda Ósk Jónsdóttir, Nanna Sigurjónsdóttir og Óskar Páll Davíðsson,

Af náttúrufræðibraut brautskráðust: Davíð Friðriksson, Elmar Daði Fannarsson, Hlynur Snær Viðarsson og Mikael Elí Aguilar,

Af náttúruvísindabraut útskrifuðust Ástþór Ingi Hannesson, Birkir Bergsson, Elín Friðbjarnardóttir, Hafdís Rún Höskuldsdóttir, Jonas Hrafn Klitgaard, Lovísa Björk Sigmarsdóttir, Nína Björk Friðriksdóttir, Ófeigur Óskar Stefánsson, Sæþór Olgeirsson og Telma Rós Hallsdóttir.

Af opinni stúdentsbraut útskrifuðust Hinrik Marel Jónasson og Hjörvar Jónmundsson.

Með vitbótarnám til stúdentsprófs útskrifaðist Sigurður Sigurjónsson.

Helga Jóhannsdóttir lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og tók við skírteini sínu.

Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar:

Viðurkenningar fyrir störf í stjórn Nemendafélags FSH hlutu Lovísa Björk Sigmarsdóttir frá Lyfju á Húsavík, Sæþór Olgeirsson frá Söginni ehf., Telma Rós Hallsdóttir frá Sölku, Brynja Matthildur Brynjarsdóttir frá Menningarsjóði þingeyskra kvenna, Óskar Páll Davíðsson frá Trésmiðjunni Rein, Nína Björk Friðriksdóttir frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, Eva Matthildur Benediktsdóttir frá Tómstunda- og æskulýðssviði Norðurþings og Ófeigur Óskar Stefánsson frá Norðursiglingu.

Viðurkenningu fyrir frábæra skólasókn hlaut Ólafur Freyr Jónasson frá Gentle Giants. Ólafur Freyr var með 100% raunmætingu.

Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í félagsgreinum hlaut Eva Matthildur Benediktsdóttir frá Vátryggingafélagi Íslands. Hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íslensku frá Íslandsbanka og í dönsku frá Danska sendiráðinu.

Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í ensku hlutu Eva Matthildur Benediktsdóttir frá Hvalasafninu á Húsavík og Nína Björk Friðriksdóttir frá Landsbankanum á Húsavík.

Viðurkenningu fyrir heilsueflingu og nám í heilsutengdum áföngum fékk Halldór Árni Þorgrímsson frá Landlæknisembættinu.

Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í þýsku hlutu Ólafur Freyr Jónasson og Ófeigur Óskar Stefánsson frá Urðarprenti.

Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í raungreinum hlaut Ófeigur Óskar Stefánsson frá Framsýn stéttarfélagi Þingeyinga. Ófeigur Óskar fékk einnig viðurkenningu fyrir frábæran árangur í stærðfræði og eðlisfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Og síðast en ekki síst hlaut Ófeigur Óskar viðurkenningu frá Hollvinasamtökum FSH og Þekkingarneti Þingeyinga fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Þá flutti Óskar Páll Davíðsson ræðu fyrir hönd nýstúdenta og Huld Hafliðadóttir fyrir hönd 15 ára stúdenta. Að því loknu söng Karólína Pálsdóttir nýstúdent undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur tvö lög.

Í lokin talaði Jóney Jónsdóttir, skólameistari til útskriftarnemenda, óskaði þeim alls góðs í framtíðinni og bað þá að nota daga sína og menntun vel.  Að lokum sleit hún Framhaldsskólanum á Húsavík í 30. sinn.