Nemendafélag FSH

8.5.2017

Nám fyrir starfsmenn á hvalaskoðunarbát

Á næsta skólaári mun fara í gang nám í FSH fyrir leiðbeinendur á hvalaskoðunarskipum á Skjálfanda.  Um er að ræða tvo fimm eininga áfanga á öðru hæfniþrepi sem unnir eru í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtæki á svæðinu, Hvalasafnið á Húsavík og Þekkingarnet Þingeyinga.

 Fyrri áfanginn fjallar um lífríki, staðhætti og menningu við Skjálfanda og verður kenndur á haustönn.  Seinni áfanginn fjallar um framkomu, stjórnun og bátaog verður kenndur á vorönn.

 Þeir sem ljúka náminu auka möguleika sína á að fá starf sem leiðbeinendur á hvalaskoðunarbátum á Skjálfanda eða önnur störf hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum á svæðinu.

 Opnað hefur verið fyrir skráninguí fyrri áfangann og geta áhugasamir skráð sig með því að senda tölvupóst til aðstoðarskólameistara á netfangið herdis@fsh.is