Nemendafélag FSH

27.3.2017

Skólafundur um geðheilsu í skólum

Á fimmtudaginn var haldinn skólafundur undir yfirskriftinni Geðheilsa í skólum. Nemendur FSH auk nemenda 10. bekkjar í Borgarhólsskóla sátu fundinn sem Aðalbjörn Jóhannsson, formaður Ungmennaráðs UMFÍ, leiddi ásamt útskriftarnemendum af félags- og hugvísindabraut. Fundurinn hófst með erindi Aðalbjarnar um geðheilsu ungmenna en svo tóku nemendur þátt í þremur hálftíma löngum umræðuhópum. Þar var m.a. fjallað um sjálfsmynd, fordóma, samfélagsmiðla og geðheilsu. Að því loknu tók Aðalbjörn efni umræðuhópanna saman. Þetta var virkilega góður og gagnlegur fundur og umræðuefnið þarft.