27.2.2017

Fardagar

Kæru nemendur! Nemendum FSH stendur til boða að taka þátt í fardögum á bilinu 6.-10. mars. Fardagar er samstarfsverkefni aðildarskóla Fjarmenntaskólans og geta nemendur skólanna tekið þátt í smiðjum hver hjá öðrum og fengið einingu fyrir. Framhaldsskólinn á Húsavík er tilbúinn til að bjóða þremur nemendum FSH að taka þátt í þessu verkefni ásamt kennara. Nauðsynlegt er að allir nemendur velji sama skólann til að heimsækja en hægt er að velja um mismunandi smiðjur í þeim skóla. Ferðalag og gisting verður nemendum að kostnaðarlausu en nemendur þurfa sjálfir að greiða fæðiskostnað. Áhugasamir hafi samband við Ingólf Freysson eða Herdísi fyrir hádegi á morgun, þriðjudag.

Sjá nánar hér