Nemendafélag FSH

20.9.2016

Haustlitagönguferð

Heilsuráð FSH hefur skipulagt haustlitagönguferð á fimmtudaginn 22. september. Nemendur og starfsfólk ætla að ganga hér í nágrenninu, taka haustlitamyndir, borða gott nesti og skemmta sér saman. Farið verður af stað úr tíma sem hefst kl. 9:20. Mikilvægt er að vera vel búinn til fótanna, góðir íþróttaskór eða gönguskór eru bestir. Ekki þarf að taka með sér nesti.