14.9.2016
Aðalfundur foreldrafélags FSH - áhugaverður fyrirlestur
Aðalfundur foreldrafélags Framhaldsskólans á Húsavík verður haldinn í skólanum fimmtudaginn 22. september kl. 20
Dagskrá:
- Kynning á foreldrafélaginu
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Önnur mál
- Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir flytur fræðsluerindið Saman í sorg og von. Þar fjallar hún um áföll, sorgarviðbrögð og hvernig við getum veitt hvert öðru stuðning.
Foreldrar/forráðamenn nemenda í FSH eru hvattir til að mæta og athugið að ekki þarf að kjósa í stjórn.