8.4.2016

Vertu næs!

Góðir gestir heimsóttu skólann á miðvikudag. Það voru Juan og Anna frá Rauða krossinum sem fluttu á sal afar þarft og gott erindi. En Rauði krossinn stendur þessi misserin fyrir átakinu Vertu næs. Í því felst að við lítum öll í eigin barm og skoðum hvernig við getum lagt okkar af mörkum til að taka vel á móti þeim innflytjendum sem kjósa að búa með okkur hér á Íslandi. Erindið vakti okkur til umhugsunar um það að vera næs hvert við annað sama hvaðan við komum eða hvernig við lítum út.