Nemendafélag FSH

15.2.2016

Tæknismiðjan!

Í síðustu viku var opið hús í kjallara FSH þar sem Tæknismiðjan er til húsa. Þar var hægt að sjá laserskurðarvél og þrívíddarprentara að störfum ásamt því að kynna sér örgjörvatölvur. Búið er að halda námskeið fyrir fullorðna í smiðjunni og nemendur í hönnunaráfanga nota aðstöðuna. Stefnt er að því að virkja nemendur til að nota þessi tæki og tól til að örva tæknimenntun og frumkvöðlamennt.