Nemendafélag FSH

4.1.2016

Gleðilega vorönn 2016!

Kæru nemendur! Við kennarar og starfsfólk FSH hlökkum til að sjá ykkur á morgun. Töflubreytingar verða í boði kl. 8:15-16:00 þriðjudag til fimmtudags og kl. 8:15-14:00 á föstudag. Við biðjum ykkur um að koma undirbúin í töflubreytingar. Upplýsingar um hvaða áfangar eru kenndir hvenær er að finna í Húslestri á heimasíðu skólans. Munið einnig að nemendur sem búnir eru með fyrstu tvo íþróttaáfangana geta sótt um það til íþróttakennara að fá að taka íþróttir utan stundatöflu. Slíkt verður að ræða við Ingólf Freysson íþróttakennara í fyrstu kennsluviku. Gleðilega vorönn 2016!