Nemendafélag FSH

23.9.2015

Haustlitaferð FSH

Í gær var farið í haustlitaferð í Ásbyrgi. Nemendur og starfsfólk fóru í gönguferð, borðuðu nesti sem útskriftanemar sá um og farið í fresbee og stórfiskaleik. Ljósmyndasamkeppni var um fallegustu haustlitamyndina og verða úrslitin birt von bráðar. Ferðin tókst í alla staði vel enda félagsskapurinn góður, umhverfið fagurt og einmunda blíða.